fbpx
Miðvikudagur 23.júlí 2025
Eyjan

Stjórnarskrárbæklingur sem er til fyrirmyndar

Egill Helgason
Mánudaginn 1. október 2012 09:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er farið að dreifa í hús bæklingnum þar sem þjóðaratkvæðagreiðslan um tillögur Stjórnlagaráðs er kynnt. Manni sýnist þetta vera húðvandað – það var Lagastofnun Háskóla Íslands sem setti saman textann.

Bæklingurinn er settur upp þannig að í öðrum dálkinum eru tillögur Stjórnlagaráðsins – og í hinum stjórnarskrá lýðveldisins eins og hún er núna. Sums staðar eru reyndar auðir spaltar þar sem gamla stjórnarskrá er og annars staðar hún mjög stuttaraleg. Skýringar eru þarna líka þar sem er farið nánar í álitaefni.

Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur sem tók þátt í umræðu í Silfri Egils í gær hefur kallað stjórnarskrána frá 1944 bráðabirgðaplagg. Og vissulega virkar hún sumstaðar hálfköruð – nánast eins og bygging án þaks og glugga – við vitum líka úr stjórnmálabaráttunni að í henni eru ákvæði sem stangast á innbyrðis. Nýja stjórnarskráin er orðmörg miðað við þetta, en þá er þess að geta að þýska stjórnarskráin – sem þykir til sérstakrar fyrirmyndar – er ansi ítarleg.

Þessi bæklingur ætti að geta orðið undirstaða efnismikillar umræðu um stjórnarskrármál – Íslendingar hafa örugglega gott af að hugsa dálítið heimspekilega um tilveru sína.

En svo getum við auðvitað kosið að eyða tíma okkar í annað…

Bæklingurinn um þjóðaratkvæðagreiðsluna 20. október. Hann er líka hægt að nálgast á slóðinni Þjóðaratkvæði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigmar Guðmundsson: Fundarslit Hildar Sverrisdóttur settu aukna hörku í þinglokin

Sigmar Guðmundsson: Fundarslit Hildar Sverrisdóttur settu aukna hörku í þinglokin
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir