fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Lánasukk

Egill Helgason
Þriðjudaginn 21. ágúst 2012 22:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við búum í heimi sem flýtur í áður óþekktu lánasukki.

Við tökum lán fyrir húsnæði sem við náum kannski aldrei að borga upp eða eignast. Við tökum lán fyrir dýrari bílum en við höfum efni á.

Við notum kreditkort og höfum yfirdrátt.

Við sættum okkur við vexti sem á flestum tímabilum sögunnar hefðu talist blöskranlegt – jafnvel syndsamlegt – okur.

Tekjur lágstéttar- og millistéttarfólks á Vesturlöndum hafa ekki hækkað, fjármagnið hefur verið að færast til þeirra fáu ofurríku, en þeir sem hafa lægri þjóðfélagsstöðu þrá að lifa eins og ríka fólkið.

Það er aðeins hægt með því að taka lán.

En þegar svo bætast við smálánafyrirtæki með viðurstyggilegum okurvöxtum er okkur nóg boðið. Þá er þessi lánastarfsemi orðin einum of brútal. Í huganum vekja þau upp myndir af fíkniefnaneyslu og handrukkurum.

Svona smálánafyrirtæki hafa breiðst út um veröldina á leifturhraða. Þetta er ekki sérstaklega bundið við Ísland. Það væri samt forvitnilegt að vita hverjir séu eigendur þessara fyrirtækja hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að vera eða ekki vera umsóknarríki

Að vera eða ekki vera umsóknarríki
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu