fbpx
Þriðjudagur 29.júlí 2025
Eyjan

Gyðingahatari reyndist vera gyðingur

Egill Helgason
Fimmtudaginn 16. ágúst 2012 13:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Csanád Szegedi er ungverskur stjórnmálamaður, Evrópuþingmaður, meðlimur hins öfgahægrisinnaða Jobbik-flokks. Hann var áður í sveitum Ungverska varðliðsins, þeir klæddust fötum og höfðu merki sem minntu á sveitir Ungverja sem myrtu fjölda gyðinga í stríðinu.

Szegedi hefur hatað bókstaflega allt, Evrópusambandið, Slóvaka, Sígauna, en aðallega gyðinga.

Nú er komið í ljós að Szegedi er sjálfur gyðingur, amma hans lifði af Auschwitz, en afi hans var í þrælkunarvinnu.

Það er nokkuð síðan að fór að verða vart við grunsemdir um gyðinglegan uppruna Szegedis, en hann reyndi að nota fé og fortölur til að þagga niður í þeim.

En nú hefur hann semsagt neyðst til að lýsa því yfir að hann sé sannarlega gyðingur – viðbrögð flokksmanna eru á eina bókina lærð.

Þeir ráku hann úr öllum virðingar- og valdastöðum, og loks úr flokknum sjálfum. Nú vilja þeir að hann segi af sér þingmennskunni á Evrópuþinginu.

Ég segi eins og gjarnan var viðkvæði Dags Sigurðarsonar heitins:

Gott á pakkið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Aðdáun á fornköppum

Björn Jón skrifar: Aðdáun á fornköppum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þingmaður Sjálfstæðisflokksins erfingi milljarða og lítur niður á þá sem minna eiga

Orðið á götunni: Þingmaður Sjálfstæðisflokksins erfingi milljarða og lítur niður á þá sem minna eiga
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Tóm leiðindi

Óttar Guðmundsson skrifar: Tóm leiðindi