fbpx
Þriðjudagur 29.júlí 2025
Eyjan

Vonlaust að „selja“ Íslendingum ESB

Egill Helgason
Þriðjudaginn 14. ágúst 2012 10:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef lengi haldið því fram að óhugsandi sé á þessum tímapunkti að Ísland gangi í ESB. Það er einfaldlega raunsætt mat. Ég held það séu orðin tvö ár síðan ég sagði þetta í viðtali við frönsku sjónvarpsstöðina TF1 – stærstu sjónvarpsstöð þar í landi.

Þetta byggir einfaldlega á köldu mati, en fylgjendur ESB hafa haft horn í síðu minni vegna þessa. Þeir sem eru andsnúnir Evrópusambandinu hafa lengi reynt að útmála mig sem ESB-sinna.

En staðan er einfaldlega sú að ESB virkar einstaklega óaðlaðandi á þessum tímapunkti. Þar skiptir mestu máli að við vitum ekki í hvaða átt Evrópusambandið er að þróast. Á slíkum tíma er ómögulegt að „selja“ Íslendingum ESB aðild. Þetta leit aðeins öðruvísi út þegar umsóknin var send sumarið 2009. Þá var allt í kalda koli á Íslandi – en Evrópa virtist í nokkuð góðum málum.

En þessi staða kann að breytast. Margir halda því fram að efnahagsbatinn á Íslandi sé ósjálfbær – að við séum í raun að magna upp efnahagsbólu í skjóli gjaldeyrishafta. Á sama tíma er efnahagsástandið í raun ágætt í mörgum löndum Evrópusambandsins, þótt allt sé í rugli á Grikklandi og Spáni og Ítalía standi tæpt.

Mergurinn málsins er þó sá að það er ekki hægt að reka á sama tíma áróður þess efnis að Ísland sé að upplifa stórkostlegan efnahagsbata og fyrir því að þjóðin þurfi að ganga í ESB. Þetta er of flókið – gengur ekki upp í hugum stórs hluta kjósenda.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Er ekki allt í lagi með ykkur andlega, stjórnendur RÚV?

Svarthöfði skrifar: Er ekki allt í lagi með ykkur andlega, stjórnendur RÚV?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir hagsmunaskráningu þingmanna gagnslausa í núverandi mynd – „Eins og þeim finnist siðferðisleg viðmið óþörf“

Segir hagsmunaskráningu þingmanna gagnslausa í núverandi mynd – „Eins og þeim finnist siðferðisleg viðmið óþörf“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar