fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Eyjan

Enn ofsóknir á hendur Baugsfeðgum

Egill Helgason
Þriðjudaginn 14. ágúst 2012 20:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Iceland er verslunarkeðja í Bretlandi sem selur gaddfreðinn ruslmat. Í nútímasamfélagi eru margir að flýta sér, þannig að það er pláss fyrir svona búðir. Ég kom eitt sinn inn í svona búð og þá rifjaðist upp fyrir mér konan, leikin af Þóru Friðriksdóttur, sem fær taugaáfall í frystideild matvöruverslunar í kvikmyndinni Á hjara veraldar.

Eigandi búðanna nú heitir Malcolm Walker og hann er að hjálpa Baugsfeðgum við að koma aftur undir sig fótunum.

Hann mætir upp á hið raunverulega Iceland og fer að tala um að þeir feðgarnir hafi verið beittir ofsóknum. Þeir hafa reyndar lengi látið þannig feðgarnir – allt frá tíma Davíðs Oddssonar.

Orð Walkers þessa eru makalaus í ljósi milljarðanna á milljarðana ofan sem töpuðust á Baugi, Íslandsbanka, FL-Group, Stoðum, Högum, Gaumi, Byr, 1998 – og hvað þetta allt hét. Og svo þeirrar velvildar sem Jón Ásgeir, einn stærsti skuldari Íslandssögunnar, þó nýtur að geta hugleitt einhvers konar kombakk – fyrir utan að eiga helsta fjölmiðlaveldi á Íslandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þegar Hailey Bieber seldi mér sjálfa mig

Nína Richter skrifar: Þegar Hailey Bieber seldi mér sjálfa mig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála