fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Eyjan

Vinstri grænir fyllast ótta

Egill Helgason
Sunnudaginn 12. ágúst 2012 00:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er eins og oft hefur verið skrifað á þessa síðu, síðasta veturinn fyrir kosningar munu Vinstri grænir hlaupa út og suður í Evrópumálum.

Innan herbúða þeirra verða háværari raddir um að einhvers konar uppgjör verði vegna aðildarumsóknarinnar fyrir kosningar. Nú er það óttinn við kjósendur sem ræður för.

Það er þá spurning í hvaða formi það ætti að vera – sem atkvæðagreiðsla um áframhaldandi aðildarviðræður eða einhvers konar uppgjör á þeim punkti þar sem aðildarviðræðurnar eru staddar.

Hvort tveggja myndi setja ríkisstjórnarsamstarfið í loft upp – það væri þeim mun erfiðara fyrir stjórnarflokkana að fara fram í kosningunum líkt og samhent bandalag sem hafi náð á leysa Ísland úr fjötrum kreppu.

Allt bendir reyndar til þess að aðildarviðræðunum verði slitið eftir næstu kosningar – það er jú bara einn stjórnmálaflokkur sem mælir í raun fyrir Evrópusambandsaðild.

Ýmislegt er skrafað á þessum tíma, og það er greinilegt að flokkar eru að leita sér að pólitískri vígstöðu.

Björn Bjarnason heldur því fram að Vinstri grænir vilji halda áfram með gjaldeyrishöft vegna þess að þannig geti þeir fjötrað einkaframtakið en Samfykingin vilji hafa höftin til að fegra ESB-umsóknina.

Þetta eru samsæriskenningar, eingöngu til þess fallnar að búa til áróðurstöðu.

Sannleikurinn er sá að enginn stjórnmálaflokkur á Íslandi hefur sett fram neinar raunhæfar hugmyndir um hvernig eigi að aflétta gjaldeyrishöftunum – og líklega förum við í kosningar án þess að neinn bjóði upp á raunhæft plan í þessu efni.

Nema kannski ESB-aðildina – en hún er býsna fjarlæg eins og er.

Þorsteinn Pálsson bendir raunar á forvitnilegt atriði í grein í Fréttablaðinu. Það er að andstæðingar ríkisstjórnarinnar og ESB eru að einhverju leyti helstu málsvarar þess að hér hafi náðst góður árangur í efnahagsmálum:

„Hugsanlega má fá fólk til að trúa því að í raun hafi tekist betur til hér en annars staðar. Þó að það sýnist í fyrstu þverstæðukennt er það samt svo að síbylja Morgunblaðsins gegn stefnu þeirra ríkja sem sýnt hafa mesta efnahagslega ábyrgð á evrusvæðinu hjálpar ríkisstjórninni með þessa tálsýn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þegar Hailey Bieber seldi mér sjálfa mig

Nína Richter skrifar: Þegar Hailey Bieber seldi mér sjálfa mig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála