Hannes Hólmsteinn skrifaði um daginn að Íslendingar hefðu gaman af því að uppnefna fólk.
Ég held reyndar að hann hljóti að vera að fjalla um löngu liðna tíð, því almennt er ekki mikið verið að uppnefna fólk í umræðu á Íslandi.
Og yfirleitt eru uppnefnin sem maður heyrir ekki sérlega sniðug eða fyndin.
Þó er einn hópur manna sem fær mikið kikk út úr því að uppnefna andstæðinga sína og meinta andstæðinga, en það er einmitt flokkurinn í kringum Hannes og vini hans. Þeir eru alltaf að reyna að klína uppnefnum á fólk.
Mér svona rétt kom þetta í hug þegar ég las þennan leiðara eftir Jón Trausta Reynisson í DV.