Samkvæmt DV hefur ríkisstjórnin engu að tapa með því að hleypa í gegn þingsályktunartillögu um að aðildarviðræðum við ESB verði slitið.
DV kemst að þeirri niðurstöðu að 36 þingmenn muni greiða atkvæði á móti tillögunni en 24 séu fylgjandi henni.
Það munar um hóp þingmanna úr stjórnarandstöðunni sem vill halda aðildarviðræðunum áfram.
Um tillöguna munu náttúrlega spinnast talsverðar umræður í þinginu, en ef fer sem horfir verður hún frekar til að styrkja aðildarviðræðurnar en hitt.