fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Eyjan

Misjöfn þörf á löggæslu

Egill Helgason
Föstudaginn 7. september 2007 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

colpc.jpg

Í fyrradag birti ég bréf frá vini síðunnar í París, nú kemur bréf frá vini í Lundúnum. Fróðlegt er að lesa þetta saman við bloggfærslu dómsmálaráðherra frá því í vikunni. Það er auðvelt að vera sammála honum um að eigendur skemmtistaða þurfa að taka meiri ábyrgð en hins vegar virðist ráðherrann eitthvað efins um að raunveruleg þörf sé á aukinni löggæslu.

En hér er semsagt bréfið frá London:

„Vegna miðborgarmála vil ég deila með þér reynslu minni frá því sl. sunnudag.

Ég var staddur á klassískum útitónleikum í Newham borgarhlutanum í London. Þeir fóru fram í almenningsgarði og hófust um kl. 19 og þeim lauk fyrir kl. 22. Búist var við að gestir yrðu allt að 10 þúsund en þeir urðu um 7 þúsund. Inngangur í garðinn var vel skilgreindur og þá var svæði það sem gestir voru á vel afmarkað. Því var auðvelt að fylgjast með fólki og hafa “kontrol” á því fjölskyldufólki sem þarna var saman komið. Engu að síður mátu lögregluyfirvöld þörfina fyrir löggæslu slíka að innan svæðis og við inngang voru líklega nærri 80 – 100 lögreglumenn sem höfðu þægilega nærveru og voru augljósleg hluti hópsins. Nærvera þeirra skapaði ró og veitti öllum notalega öryggstilfinningu.

Mér skilst að um helgar í Reykjavík þegar saman koma um miðja nótt 6 – 14 þúsund ölvuð ungmenni sem þvælast um stræti, torg, skuggasund og þröngar götur í nálægð íbúðabyggða þá telji lögregluyfirvöld nægjanlegt að hafa aðeins um 20 lögreglumenn á vakt ( og svo á nú að bæta við 4 hermönnum úr víkingasveitinni ).

Ég held að það sé ljóst að þörfin fyrir löggæslu er metin misjafnlega í London og Reykjavík.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“