fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Fræ úlfúðar

Egill Helgason
Föstudaginn 7. september 2007 12:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

39arikisstjornghhii.jpg

Sjálfstæðismenn þekkja varla annað en að sitja í ríkisstjórn. Í Samfylkingunni er sama og engin hefð fyrir ríkisstjórnarsetu. Það er ekki furða að ólíkur stíll flokkanna birtist á fyrstu mánuðum ríkisstjórnarinnar.

Samfylkingin þarf að gefa kjósendum sínum eitthvað. Hún getur ekki bara verið framlenging á Framsóknarflokknum og stjórnarsetu hans. Því verður Ingibjörg Sólrún að sýna tilburði í Íraksmálum, Björgvin G. í Evrópumálunum, Össur hvað varðar vatnalögin – þau geta ekki bara sagt já og amen.

Framsóknarflokkurinn gerði bara það sem Sjálfstæðisflokkurinn bauð honum að gera. Samfylkingin getur ekki leyft sér það. Sjálfstæðismenn eru svo vanir að stjórna öllu að það er spurning hvort þeir þola þetta. Það mun ábyggilega reyna á lagni Geirs Haarde – hann virðist fremur átakafælinn maður.

Kona sem sá hann í sjónvarpinu um daginn velti fyrir sér hvort hann væri nokkuð „meðvirkur“. Geir þarf allavega að gefa Samfylkingunni nokkurt svigrúm – sama hvað samflokksmenn hans segja.

En það er spurning hvort þetta leiði til þess að verði sáð fræjum úlfúðar sem seinna geta tortímt stjórninni?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins