fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Guðlaugur tekur til í ráðuneytinu

Egill Helgason
Miðvikudaginn 5. september 2007 00:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu, hefur löngum verið valdamesti maðurinn í heilbrigðiskerfi okkar Íslendinga. Ráðherrar hafa ekki átt neitt í þennan embættismann.

En nú hefur Guðlaugur Þór Þórðarson, nýr heilbrigðisráðherra, tekið sig til og skutlað Davíð út úr ráðuneytinu. Hann er kominn í sérverkefni fyrir utanríkisráðuneytið. Margir anda léttar í heilbrigðiskerfinu.

Í framhaldi af því er kannski kominn tími á stefnubreytingu. Það mætti til dæmis gera róttækar breytingar á fyrirhuguðum Alfreðsspítala við Hringbrautina, en eftir því sem næst verður komist er ákvörðunin um hann runnin undan rifjum Davíðs.

Stjórnsýslufræðingur – sem einnig er farin að vinna fyrir Ingibjörgu Sólrúnu – komst annars að þeirri niðurstöðu í lærðri rannsókn að ákvörðunin um að byggja spítalann hefði tekið sig sjálf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins