fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Eyjan

Lífvana hnettir

Egill Helgason
Sunnudaginn 2. september 2007 00:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

600px-jupiter.jpg

Ef maður horfir aðeins út í geiminn á alla hina ókunnugu lífvana hnetti skilur maður aðeins betur áhyggjurnar af koltvísýringsmengun andrúmsloftsins. Lífið veltur jú á loftinu og engu öðru. Hnettirnir í kringum okkur eru óbyggilegir vegna þess að þá vantar lofthjúp eins og okkar eða eru umluktir eiturgufum.

Því getur varla talist fráleitt að tileinka sér nokkra varúð ef hætta er á að við séum að spilla andrúmsloftinu þannig að jörðin verði lítt byggileg fyrir afkomendur okkar.

Nú er vitnað í Björn Lomborg, þann sem eitt sinn var í viðtali í Silfri Egils. Lomborg segir að við eigum fremur að einbeita okkur að öðrum vandamálum, eins og alnæmi og malaríu, frekar en hlýnun andrúmsloftsins.

Þetta minnir svolítið á kommana í gamla daga. Maður talaði við þá um Tékkó eða Ungó og þá sögðu þeir – en hvað með Vietnam eða blökkumennina í Bandaríkjunum? Það var aldrei hægt að tala um einn hlut í einu. Þið ættuð nú frekar að beina sjónum ykkar að öðrum vandamálum, sögðu þeir.

Víst skal svo böl bæta að benda á eitthvað annað.

En þetta útilokar auðvitað ekki hvað annað. Við getum reynt að draga úr losun á eiturgufum og verið samt á verði gagnvart malaríu og alnæmi.

Svo getur mannkynið reyndar verið dálítið sniðugt. Það verður mikill bisness í nýrri mengunarlausri tækni. Heilmikill bisness. Þeir sem trúa á hagvöxt öðru fremur ættu að skilja það.

* Myndin er af Júpíter, einni af hinum óbyggilegu plánetum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“