fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Eyjan

Hress fress

Egill Helgason
Föstudaginn 14. september 2007 01:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég held að sé rétt að auka frelsi í orkugeiranum svo að opinber fyrirtæki geti í auknum mæli unnið með einkafyrirtækjum. Auðvitað dreymir kapítalinu um að komast í orkuna – geta sett hana á hlutabréfamarkað.

Það þarf heldur ekki að vera slæmt. Í orkulindunum og þekkinguni á þeim geta falist glæsileg tækifæri sem verða ekki leyst úr læðingi nema með einkaframtakinu. Þetta vita peningamennirnir og eru því í óða önn að stofna fyrirtæki með fínum nöfnum eins og Geysir.

Þetta mun líka leiða til þess að verður settur verðmiði á auðlindirnar. Við horfum þá ekki framar upp á að verðmat á vatnsréttindum við nokkrar ár rokki á verðbilinu 350 milljónir til 96 milljarðar. Í þessu felst ákveðin markaðsvæðing.

Hins vegar skulu menn passa sig á því að fara ekki að einkavæða einokun. Almenningur hefur engan hag af því að starfsemi eins og raforkusala, hiti, vatn og almenningssamgöngur sé einkavætt. Yfirleitt verður engri samkeppni komið við á þessum sviðum. Þeir einu sem græða er sú manntegund sem hefur verið kölluð fat cats – hress fress.

Svolítið finnst mér Guðmundur Þóroddsson líta út eins og eitt hinna hressu fressa. Einhvern veginn skynjar maður að einn tilgangurinn með þessu einkavæðingarstandi sé að tryggja að brátt verði hann með sirka tuttugu milljónir á mánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sverð og skildir íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sverð og skildir íslenskra hagsmuna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“