fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Eyjan

Næturklúbbur í glæsilegasta húsi Reykjavíkur

Egill Helgason
Miðvikudaginn 29. ágúst 2007 06:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

mynd15a.jpg

Það var umdeilt þegar Reykjavíkurapóteki, einu fegursta og virðulegasta steinhúsi í Reykjavík, var breytt í veitingastað. Það var dapurt að sjá innréttingarnar í apótekinu rifnar út.

Sjálfur Guðjón Samúelsson teiknaði húsið sem var reist eftir Reykjavíkurbrunann mikla 1915. Það var upprunalega kennt við Natan & Olsen, en hýsti Reykjavíkurapótek eftir 1930. Þetta er eitt fyrsta húsið sem Guðjón teiknaði – má heita klassík í íslenskri byggingarlist.

Það er sorglegt að ekki voru byggð fleiri hús í þessum stíl í borginni.

Veitingahúsið Apótekið má eiga að það er fallega hannað og yfir því er nokkur reisn. Það passar ágætlega inn í húsið. Tryggir líka líf á þessu fornfræga götuhorni.

En nú á að breyta húsinu í dansstað og næturklúbb. Hann verður væntanlega ekki opinn nema að næturlagi um helgar. Lífið færist úr húsinu að deginum. Fyrir utan að því er sýnd algjör svívirða með slíkri starfsemi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða