fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Eyjan

Rússagrýlan

Egill Helgason
Sunnudaginn 19. ágúst 2007 00:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

_1138322_putin300.jpg

Rússland er undir stjórn forseta sem sífellt opinberar betur fasískt eðli sitt. Að gömlum sið eru Rússar aftur farnir að tuddast á nágrönnum sínum. Og nú eru þeir aftur byrjaðir að stunda herflug í anda kalda stríðsins. Má vel vera að Bandaríkjamenn séu búnir að ögra Rússum. En Pútín er vís til að notfæra sér það til hins ítrasta til að herða einræðistök sín og hnykkla vöðvana framan í nágrannaþjóðir.

Rússar kunna að virðast veikir en þeir eru skyndilega orðnir miklu ríkari en áður vegna olíu- og gasgróða. Og þeir eiga helling af kjarnorkuvopnum. Pútín er fyrrverandi KGB. Á myndum fer hann stundum úr að ofan; þá lítur hann út eins og þrjótur úr James Bond myndum. Maginn er eins og þvottabretti en hugur hans er ennþá í KGB. Frá barnsaldri þráði hann að ganga í leynilögregluna.

Viðbrögð Steingríms J. Sigfússonar við herfluginu eru þau að við megum ekki endurvekja „Rússagrýluna“.

Var þá ógnin sem stóð af Rússum aldrei nema grýla – saga til að hræða börn? Ímyndun?

Rússagrýlan gekk ljósum logum á síðum Morgunblaðsins í eina tíð. Blaðið lagði líka stund á það sem var einfaldlega kallað „Moggalygin“.

Moggalygin fól í sér að stjórnarfar í kommúnistaríkjum væri vont og að heiminum stæði ógn af kommúnismanum.

Einn helsti vandi Rússlands er sá að þar hefur aldrei farið fram neitt uppgjör við voðalega fortíð. Þess vegna hafa Rússar ekkert lært af sögunni. Pútín er farinn að gefa dýrkun á Stalín undir fótinn. Og þess vegna getur Rússland orðið hættulegt aftur – ólíkt til dæmis Þýskalandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 6 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti