fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Eyjan

Á maður ekki að trúa blöðunum?

Egill Helgason
Þriðjudaginn 14. ágúst 2007 15:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kannski á maður ekki að trúa neinu sem stendur í blöðunum – sérstaklega ekki í gúrkutíðinni.

Fyrir helgina voru blöðin full af fréttum um að framundan væri algjört hrun á fjármálamörkuðum. Meltdown var það kallað.

Svo rann upp mánudagur og það gerðist eiginlega ekki neitt.

Blöðin hér í Bretlandi hafa líka verið að birta mikið af fréttum um rosalegt neyðarástand sem mun skapast á Heathrow vegna fjölda umhverfissinna sem ætla að mótmæla flugsamgöngum.

Ein sagan var að fólkið myndi skilja eftir torkennilega pakka á víð og dreif um flugstöðina og þannig stöðva allt flug.

En það hefur eiginlega ekkert gerst. Þetta virðist vera lítill friðsamur hópur sem hefst við í tjöldum fyrir utan flugvöllinn.

Um daginn var því slegið upp í götupressunni að Lord Lucan væri fundinn á Nýja-Sjálandi.

lordlucan385_196804a.jpg

Lucan er breskur aðalsmaður sem fyrir mörgum áratugum myrti barnfóstru og hvarf eftir það. Ekkert hefur spurst til hans síðan.

Blöðin birtu myndir af manninum á Nýja-Sjálandi, nokkuð öldruðum umrenningi sem sefur í bíl. Það var haft til marks um að þetta væri Lucan lávarður að hann væri hermannlegur í fasi.

woodgate385_196582a.jpg

Tveimur dögum síðar fóru að birtast fréttir um að umrenningurinn væri að minnsta kosti tíu árum yngri en Lucan og líklega einum tuttugu sentímetrum styttri.

En af hverju að láta það þvælast fyrir góðri frétt?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt