fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
Eyjan

Tvær amerískar skáldsögur

Egill Helgason
Mánudaginn 13. ágúst 2007 14:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

41limrl2pl_ss500_.jpg

Í sumar hef ég gert tilraunir til að lesa nýjar skáldsögur eftir tvo af helstu rithöfundum Bandaríkjanna, Cormac McCarthy og John Updike.

Bók McCarthys heitir The Road. Fjallar um feðga sem vafra um í allsherjar svartnætti að loknum einhvers konar heimsendi. McCarthy hefur aldrei verið metsöluhöfundur, en nú ber svo við að þessi bók hefur náð metsölu. Ástæðan er ekki önnur en að Oprah Winfrey hlóð hana lofi í þætti sínum.

Updike hefur hins vegar verið heimsfrægur í marga áratugi. Bók hans heitir The Terrorist. Fjallar um ungan mann af arabaættum sem býður við vestrænu samfélagi. Einhvern veginn þykist ég viss um að margir hafi keypt bókina út á titilinn.

Báðar þessar bækur eru með eindæmum leiðinlegar. Reyndar tókst mér að klára hvoruga þeirra. Ég ímynda mér að gagnrýnendur hafi talið þær vera vel skrifaðar. Mér sýnist hins vegar að þær séu ofskrifaðar – að hin bókmenntalega vandvirkni hafi verið slík að búið er að skrifa allt líf úr frásögninni.

Í því felst ákveðinn dauði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Aðild að ESB bakdyramegin

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Aðild að ESB bakdyramegin
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu