fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Eyjan

Myndirnar voru úr Titanic

Egill Helgason
Mánudaginn 13. ágúst 2007 19:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

1135229369369.jpeg

Nú eru Rússar aftur orðnir heimsvaldasinnaðir. Það er svosem ekki nýtt – þeir hafa yfirleitt ekki getað verið lengi til friðs. Það er líka búið að stofna sérstakar ungliðasveitir sem dýrka og dá Pútín forseta og lemja á þeim sem honum eru ekki þóknanlegir. Fjölmiðlum sem gagnrýna forsetann er lokað. Óvinir hans eru myrtir. Hann er jú einu sinni fyrrverandi stöðvarstjóri úr KGB.

Svo sendu þeir kafbát undir Norðurpólinn – nú skal hann verða hluti af þessu víðlendasta ríki heims. Þeir komu fyrir rússneskum fána undir heimskautaísnum.

En þrettán ára drengur í smábæ í Finnlandi sá að eitthvað var bogið við myndirnar sem voru sendar út frá þessum atburði. Hann fór að bera saman í tölvunni sinni og komst að því að myndefnið sem átti að vera frá kafbátsferð Rússanna var í raun úr kvikmyndinni Titanic.

Er þá kannski hægt að segja að þessi leiðangur Rússanna sé tómur bjánagangur?

Nei, kannski ekki. Það væri ekki gaman að þurfa aftur að fara að takast á við rússneska ógn og yfirgang á norðurhveli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt