fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Eyjan

Morrison og Tsjækovskí í Glastonbury

Egill Helgason
Sunnudaginn 12. ágúst 2007 15:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

img_0017.jpg

Við fórum til Glastonbury á tónleika. Ekki samt á aðal Glastonbury hátíðina, hún er í júní með tilheyrandi rigningu, leðju og unglingafjöld.

Nei, þetta er miklu penni hátíð sem haldin er í garðinum í kringum gamla klaustrið í Glastonbury. Fólk kemur með mat, drykki og luktir sem lýsa upp garðinn þegar kvöldar.

Á föstudagskvöldið hélt Van Morrison ótrúlega góða tónleika – það var nánast helgistund þegar hann spilaði Into the Mystic. Í hljómsveitinni voru meðal annars fiðluleikari og kvenmaður sem spilaði á stálgítar. Þau spiluðu sérlega flotta útgáfu af gamla New Orleans laginu St. James Infirmary.

Karlinn var greinilega í góðu skapi – uppklappslögin voru mestu hittarar hans, Brown Eyed Girl og Gloria.

Daginn eftir lék Royal Philharmonic Orchestra tónlist eftir Tsjækovskí undir stjórn Charles Hazelwood. Þar sló gjörsamlega í gegn ungur rússneskur fiðluleikari, Alexander Sitkoveskí. Hann átti stórleik í fiðlukonsert Tsjækovskís.

Síðast var leikið verkið 1812 með tilheyrandi pomsarapomsi. Flugeldum var skotið upp þar sem fallbyssurnar koma inn í lokin.

Það var sól og blíða allan tímann. Þetta var frábært. Glastonbury er skrítinn lítill bær, fullur af gömlum hippum og nýaldarbúðum. Hvergi Starbuck´s eða McDonald´s að sjá.

Ég sit hins vegar á Starbuck´s í bænum Bath og skrifa þessa færslu. Alþjóðlega kaffihúsakeðjan má eiga það að nettengingin er í lagi hjá þeim. Ætla að labba á eftir og skoða rómversku böðin og hið fræga Royal Crescent.

* Myndina tók ég á nýju myndavélina mína. Þetta er fyrsta myndavél sem ég eignast síðan ég var tíu ára. Myndavélar hafa breyst aðeins síðan þá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt