Einn af forvígismönnum Vantrúar skrifar grein í Morgunblaðið í dag.
Hann segist vera kominn til náms í útlöndum, þar hafi hann orðið fyrir hálfgerðu menningarsjokki.
En hann sé líka í menningarsjokki vegna frétta um yfirgang kirkjunnar á Íslandi.
Mér skilst að maðurinn sé við nám í Cork á Írlandi. Írland var til skamms tíma síðasta rammkaþólska land í Evrópu – ásamt með Póllandi.
Þar ríkti eins konar klerkastjórn; alls staðar í samfélaginu var kirkjan að skipta sér af. Og gerir að miklu leyti enn.
Miðað við þetta er lútersk-evangelíska kirkjan á Íslandi eins og lið sem spilar í þriðju deild.