– Hvað segirðu eru Jóvan og Helga kærustupar?
– Já.
– Og þið skrifuðuð það á skúrinn?
– Já.
– Var það ekki ljótt?
– Nei, við vildum ekki stríða þeim, bara láta alla vita.
–En þú veist að þú áttir einu sinni kærustu?
– Neihh…
– Jú, þú og Ísabella voruð kærustupar.
– Já, en þá var ég litla barn.
– Áttu enga kærustu núna?
– Nei.
– Hvað með Svanhildi. Hún er mjög skemmtileg.
– Nei, hún er ekki kærastan mín.
– En Helga?
– Mér finnst ást leiðinleg.
– Ha? Í alvörunni?
– Mér finnst leiðinlegt að vera ástfanginn og kyssa ókunnugar konur.