fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Eyjan

Kynjabókhaldið

Egill Helgason
Miðvikudaginn 5. desember 2007 09:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er maður allur kominn í bókhaldið. Hér er listi yfir konur sem hafa komið í þáttinn hjá mér nú fyrri part vetrar.

Mér telst til að konur af Alþingi hafi komið níu sinnum í þáttinn, en þingkarlar tólf sinnum.

Á þingi sitja nú tuttugu konur en fjörutíu og þrír karlmenn.

Það er semsagt mun líklegra að kona á þingi komist í Silfur Egils en karl á þingi.

Hjá mér hafa verið fjórir ráðherrar, tveir karlar og tvær konur. En það eru átta karlar í ríkisstjórninni og einungis fjórar konur.

En hér er semsagt listinn. Það hefur ekki beinlínis verið neinn skortur á aðsópsmiklum konum.

Álfheiður Ingadóttir
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir
Guðfinna Bjarnadóttir
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Katrín Jakobsdóttir
Kolbrún Halldórsdóttir
Valgerður Sverrisdóttir (tvívegis)
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

Og svo þær sem eru ekki á þingi:

Svandís Svavarsdóttir
Svanfríður Jónasdóttir
Arnþrúður Karlsdóttir
Margrét Pála Ólafsdóttir
Sigríður Dögg Auðunsdóttir
Agnes Bragadóttir
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
Oddný Sturludóttir
Sigríður Á. Andersen

Tek svo fram að ég á von á Drífu Snædal, Katrínu Önnu Guðmundsdóttur og Sóleyju Tómasdóttur í næsta þátt.

Og finnst bara frábært að þær skuli koma. Ég sé ekki betur en svona þáttur græði á því að sem flestar raddir heyrist í honum. Hefur alltaf verið svo.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?