fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Eyjan

Málalengingar í þinginu

Egill Helgason
Mánudaginn 3. desember 2007 19:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

268.jpg

Er mikilvægt fyrir lýðræðið að þingmenn fái að tala eins og þá lystir?

Nú gerir maður stundum tilraun til að fylgjast með umræðum frá Alþingi í sjónvarpi. Yfirleitt gefst maður upp vegna þess hversu ræðurnar dragast úr hömlu hjá sumum þingmönnum.

Þingmenn standa í pontu og þvarga í löngu máli um hluti sem þeir hefðu átt að geta komið frá sér á fimm mínútum.

Það er altént víst að svona agar maður ekki hugsunina.

Jón Bjarnason hefur haldið lengri ræður en nokkur maður í þinginu. Varla eitt einasta orð af öllum þessum flaumi hefur náð því að verða eftirminnilegt.

Oftast eru svona málalengingar ekki annað en ósiður. Manni líður eins og maður sé á lélegum málfundi.

Það er ekkert að því að fjallað sé ítarlega um mál. Oft mættu frumvörp vera betur undirbúin. Þingmenn mættu líka gæta þess að leggja fram færri mál. En málþóf getur ekki talist vera rétta aðferðin til að tryggja lýðræðisleg vinnubrögð. Málþófið mikla um Ríkisútvarpið varð stjórnarandstöðunni síst til framdráttar á síðasta þingi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Ásgeir Jónsson eins og Neró – skítt með brunann

Orðið á götunni: Ásgeir Jónsson eins og Neró – skítt með brunann
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn