Í gærkvöldi las ég pistil um þjóðkirkjuna sem hef verið að bögglast við að skilja. Þetta er afar þéttur texti, nánast myrkur, en ég tel mig hafa greint helstu efnisatriði hans. Ég er samt ekki viss um að ég sé miklu nær.
1. Við eigum að hafa þjóðkirkju vegna þess að hún er grundvöllur þjóðernisins.
2. Þjóðkirkja er jafn mikilvæg og íslensk saga og íslensk tunga.
3. Árás á þjóðkirkju er líka árás á tunguna og söguna.
4. Við eigum að hafa þjóðkirkju vegna málstaðarins, trúarinnar (sannleikans?).
5. Þeir sem gera árás á þjóðkirkjuna ráðast á málstaðinn (sannleikann?).
6. Árás á þjóðkirkjuna er líka árás á stjórnskipunina.
7. Það er eiginlega búið að slíta milli kirkjunnar og ríkisins og því er þetta tæplega þjóðkirkja lengur.
8. Þjóðkirkjan er forsenda trúfrelsisins.
9. Árás á þjóðkirkjuna er líka árás á trúfrelsi.