Að sumu leyti finnst mér síðustu dagarnir fyrir jól skemmtilegastir – og þetta árið hafa þeir verið venju fremur ánægjulegir.
Nokkrir hápunktar:
Jólaglöggið í Kjötborg, sjá hér.
Jólaplata Ragga Bjarna og Gunnars Þórðarsonar.
Jólaseríurnar sem ég hef baksað við að koma upp og vor nánast orðnar að þráhyggju í fyrradag.
Jólaljósin á skipunum í höfninni í kvöldrökkrinu í gær.
Hvað ég er hræðilega lélegur að pakka inn jólagjöfum, fer aldrei neitt fram en reyni samt.
Laugavegurinn í gær og fyrradag.
Að eiga fimm ára strák.
Það er aldeilis margt sem maður getur verið þakklátur og glaður yfir. Við urðum sammála um það undir svefninn í gær við Kári að jörðin væri falleg.
Gleðileg jól.
(Myndin er af jötunni sem ég skrifaði um fyrir nokkrum dögum – með Jesúbarninu í yfirstærð.)