Yfirleitt á maður ekki að eyða tíma sínum í að leiðrétta útúrsnúninga manna sem verja lífi sínu í eilífar þrætur.
Ég ætla samt að árétta þrennt:
Ég hef talið – sem kristinn maður – að engin ástæða sé til að einn söfnuður öðrum fremur hafi stöðuna þjóðkirkja. Ég held að megi færa rök fyrir því að kirkjan styrkist trúar- og kenningalega séð ef hún hefur ekki lengur þjóðkirkjustatusinn að rogast með. Hún gæti til dæmis svarað betur fyrir sig.
Ég hef talið að rétt sé að efla hina almennu löggæslu, en ekki fara þá leið að hervæða lögregluna.
Og ég tel það að vera aðstoðarmaður ráðherra lélegan undirbúning undir starf dómara.