Árni Mathiesen talar um að ekki sé nógsamlega metið gildi þess að vera pólitískur aðstoðarmaður ráðherra. Björn Bjarnason tekur undir þetta.
Ég hef haft mikil kynni af pólitískum aðstoðarmönnum síðasta áratuginn – og verð að leyfa mér að vera ósammála.
Ef eitthvað starf er verulega mannskemmandi þá er það einmitt að vera aðstoðarmaður ráðherra – að þurfa að vera stanslaust á paranojuvaktinni fyrir ráðherrann. Að vera svo nálægt valdinu en vera samt í rauninni í lélegri stöðu sjálfur – að vera algjörlega háður ráðherranum, duttlungum hans og áhyggjum.
Eftir að hafa verið í þessu starfi hefur mér virst að menn þurfi dálítið góðan tíma til að stilla sjónarmiðin upp á nýtt.