Ég man eftir því þegar ég var barn að foreldrar sumra vina minna borðuðu skötu á Þorláksmessu.
Hjá þessum fjölskyldum voru jólin leiðinlegri en hjá öðrum – að minnsta kosti fyrir börnin. Með skötunni var drukkið ómælt brennivín. Aðfangadagur fór í timburmenn.
Viðhorf manns til jólanna mótast í bernskunni. Það er mikið lán að kynnast jólaandanum sem barn. Þess vegna þakka ég fyrir að foreldrar mínir fóru aldrei í skötuveislur.
Fyrir nú utan hvað skata er ógeðslegur matur.