fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Eyjan

Ekki flóafriður fyrir musterisriddurum

Egill Helgason
Fimmtudaginn 20. desember 2007 10:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

800px-knightstemplarplayingchess1283.jpg

Umberto Eco gerir dulspekinötturum stórkostleg skil í bók sem heitir Pendúll Foucaults. Þetta er bók á svipuðum nótum og Da Vinci lykillinn; bara miklu skemmtilegri og margræðari, skrifuð mörgum árum fyrr.

Og ekki sakar að Eco gerir botnlaust grín að öllu saman.

Í gærkvöld var í Kompási gerð grein fyrir kenningum eins svona nöttara sem telur að lykillinn að ráðgátum musterisriddaranna – alltaf skulu þeir koma við sögu! – sé að finna á íslenska hálendinu. Samkvæmt þessum hugmyndum á Snorri Sturluson að hafa hjálpað riddurunum við að byggja leynihvelfingu á hálendinu til að fela leyndardóma fyrir kirkjunni.

Bók Ecos gengur út á að nokkrir hálærðir grínarar búa til samsæri sem þeim finnst fyndið og teygir sig aftur í aldirnar. Svo koma til skjalanna furðufuglar sem fara að halda að uppdiktað samsærið sé raunveruleikinn. Og um leið verður samsærið raunverulegt – á sinn hátt – með hrapallegum afleiðingum, morðum og blóðsúthellingum.

Auðvitað eru þar líka musterisriddarar á ferð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef