Það er ekki mikið fjallað um það í fréttunum – hvað sem veldur – en ástandið í Írak er miklu betra en það hefur verið. Meðal annars er að þakka auknum hernaðarumsvifum Bandaríkjanna, en einnig því að sveitir súnnía hafa verið að snúast gegn Al Queda.
En mannfallið er minna, færri sprengjutilræði, meira borgaralegt líf.
Spurningin er svo hvort þetta sé varanlegt – og hvort það tjói nokkuð fyrir Bandaríkjaher að yfirgefa landið. Uppbyggingin eftir innrásina fór algjörlega í handaskolum – þeim mun meiri er ábyrgð Bandaríkjanna.
Og hugsanlega annarra ríkja sem studdu innrásina?