Svona er raunveruleiki lögreglustarfsins. Lág laun, of mikið álag, uppsagnir, erfitt að manna stöður. Almenna löggæslan – sú sem snýr að daglegu lífi borgaranna – meðan tími og peningar fara í gæluverkefni sem hafa keim af her og njósnum.
Dómsmálaráðherrann er að reyna að sverja af sér er með óra um heimavarnalið, hjálma, skildi – og óeirðabíla. En eins og sjá má eru þessar hugmyndir komnar rakleitt frá honum í skýrslu á vegum fjármálaráðuneytis.
Í þessu sambandi er gott að skoða tvær greinar eftir framámenn í Samfylkingunni – BíBí og tindátarnir eftir Össur og Hvað er búið að gerast undanfarin ár? eftir Ágúst Ólaf.
Og svo er líka eitthvað sem ráðherrann er farinn að kalla eftirgrennslanastarfsemi?
Vill einhver þýða það orð fyrir mig?
George Orwell átti orð um svona málnotkun – kallaði hana newspeak.
Svo er spurningin:
Ætlar ríkisstjórnin að láta þetta eftir Birni – á tíma mestu verðbólgufjárlaga sem hafa sést hér lengi?