Nú má vera að friðargangan á Þorláksmessu sé afar hátíðleg. Mér hefur samt alltaf virst þetta vera ganga fyrir mjög harða vinstrimenn – alveg út í það sem kallast loony left á Bretlandi.
Svo eru þarna innanum samtök eins og Félag leikskólakennara, Friðar- og mannréttindahópur BSRB og Friðar- og mannréttindanefnd Æskulýðssambands þjóðkirkjunnar.
Fundarstjórinn þessa Þorláksmessuna er maður sem eitt sinn var svo harðvítugur kommi að hann trúði á Enver Hoxa og sósíalismann í Albaníu. Sagt er að meira að segja hafi birst mynd af honum á forsíðu Dagblaðs alþýðunnar í Tirana.
Annars er þetta meira og minna það sama gamla. Eða eins og segir í tilkynningu um friðargönguna á Akureyri:
Kjörorð eru þau sömu og undanfarin ár:
– Frið í Írak!
– Burt með árásar- og hernámsöflin!
– Enga aðild Íslands að stríði og hernámi!