Hvað má lesa út úr orkuútrásinni undir merkjum nýs dótturfélags Landsvirkjunar – Landsvirkjun Power?
Væntanlega að engin prinsíppafstaða um þessi mál er til innan Sjálfstæðisflokksins?
Enda segir í sáttmála ríkisstjórnarinnar að orkufyrirtæki skuli fara í útrás í samstarfi við einkafyrirtæki.
Sexmenningarnir í borgarstjórninni eru hins vegar á allt annarri línu og fleiri áhrifamenn í Sjálfstæðisflokknum. Og Morgunblaðið – sem reyndar talaði allt öðruvísi í fyrra.
Hefur þetta þá öðru fremur snúist um pólitískan hráskinnaleik? Eða er kannski kominn tími til að sjálfstæðismenn geri út um þennan djúpstæða málefnaágreining í eigin röðum?