fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Eyjan

Fiskiðjan

Egill Helgason
Föstudaginn 14. desember 2007 12:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

300pg.jpg

Sumarið 1974 vann ég í Fiskiðjunni í Vestmannaeyjum sem einhverjir þokkapiltar reyndu að kveikja í síðustu nótt. Þetta var árið eftir gos. Ég er ennþá montinn yfir því hvað ég var duglegur að vakna á morgnana. Maður þurfti að mæta klukkan sjö. Fór í vinnunna á pallbíl Stebba Ungverja sem bjó á næsta bæ við Suðurgarð þar sem ég dvaldi. Foreldrum mínum hefði aldrei komið til hugar að senda mig í verbúð. Í staðinn bjó ég þarna syðst á eyjunni hjá miklum sæmdarhjónum, Óla Þórðar og Svölu Johnsen. Ég var ekki farinn að drekka. Mínar skemmtanir voru bíóið, langir göngutúrar um eyjuna og bækur um sjómannslíf sem voru til í Suðurgarði.

Ástæðan fyrir því að mér gekk svona að vakna á morgnana var hvað ég bar mikla virðingu fyrir Óla. Undireins og ég heyrði að hann var farinn að bjástra í eldhúsinu spratt ég á fætur. Allt til að ganga í augun á karlinum.

Í verbúðinni ríktu skrautlegir karakterar. Ég hlustaði á þá ræða fyrir helgarnar hvað þeir ætluðu að kaupa mikið af áfengi. Það var í tísku að drekka Christian Brothers hvítvín til að byrja með, svo tók við vodkadrykkja. Enginn bjór í þá daga. Þarna voru alvöru farandverkamenn; verbúðir landsins voru þeirra heimili. Bubbi var mjög áberandi – sagði miklar slagsmálasögur af sjálfum sér og öðrum. Við flökunarvélarnar þar sem ég starfaði voru lögboðnar langar pásur þannig að maður hafði tíma til að njóta sagnalistarinnar.

Bubbi spjaraði sig, en ég er hræddur um að sumir aðrir vinir mínir þetta sumar hafi farið í hundana. Ég velti því stundum fyrir mér hvað hafi orðið um Reyni eða Erling – það voru tveir helstu kapparnir.

Sögufrægur maður, Stebbi Run, var yfirverkstjóri í Fiskiðjunni. Hann var alvöru hörkutól, hafði góða stjórn á hlutunum – ekki maður sem neinn abbaðist upp á. Fyrir nokkrum árum hitti ég hann á landsfundi hjá Sjálfstæðisflokknum. Ég ætla ekki að lýsa því hvað ég færðist allur í aukana þegar Stebbi tjáði mér þarna í anddyri Laugardalshallarinnar að hann myndi eftir því hvað ég hefði verið duglegur þegar ég var strákur í fiskinum.

Það fannst mér gott hrós þótt liðin væru þrjátíu ár. Ég var alveg viss um að hann hefði aldrei tekið eftir mér.

Og hér er mynd sem Kjartan Bergsteinsson loftskeytamaður í Vestmannaeyjum sendi mér – af sjálfum Óla í Suðurgarði. Með myndinni fylgir þessi texti frá Kjartani:

„Myndin er af Óla í sínu venjulega sæti í eldhúsinu á Suðurgarði við hliðina á Sólóeldavélinni (með olíubrennara) Þarna var lífgátan leyst, rifist um pólitík, og þingmenn skammaðir m.a.“

oli-i-sudurgardi.jpg

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?