Sannkölluð Ofur–Kilja verður á dagskrá sjónvarpsins í kvöld. Í sameiginlegri útsendingu Kiljunnar og Kastljóss verða kynntar tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.
Í þættinum síðar um kvöldið verður svo fjallað um tilnefningarnar og rætt við höfunda sem tilnefndir eru.
Einnig verða birt úrslit í kosningu sem fer fram á mbl.is en þar eru valdar bestu bókakápurnar.
Þýðingar sem koma út á þessari vertíð verða til sérstakrar umfjöllunar í þættinum. Þar má nefna Krabbagang eftir Günter Grass, Brandarann eftir Milan Kundera og Hið rauða merki hugprýðinnar eftir Stephen Crane.
Páll og Kolbrún verða í þættinum eins og endranær. Og Bragi Kristjónsson.