fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Eyjan

Misjafnar aðferðir við spádóma

Egill Helgason
Miðvikudaginn 5. desember 2007 13:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

keycop2.jpg

Eitt það fyndnasta í árdaga kvikmyndanna voru Keystone löggurnar. Þetta var hópur afar seinheppinna lögregluþjóna sem rataði í alls kyns vandræði – var yfirleitt í tómu rugli.

Stundum finnst manni að svonefndar greiningardeildir bankanna séu eins og Keystone löggurnar.

Eins og til dæmis í morgun þegar allt var að hrynja í Kauphöllinni. Þá var haft eftir greiningardeildum á Mbl.is að markaðurinn væri að „jafnast“.

Ég minni líka á þetta – nýlega spá frá Glitni þar sem gert er ráð fyrir 32 prósenta hækkun hlutabréfaverðs á þessu ári.

Í gamla daga voru spásagnir byggðar á flugi fugla, afstöðu stjarna, svo hafa líka verið notuð telauf og kaffikorgur. Nostradamus sat með hálflukt augu og hélt klofinni trjágrein yfir skál með vatni.

Eru þetta eitthvað lakari aðferðir?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar