fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Eyjan

Illa læs þjóð

Egill Helgason
Þriðjudaginn 4. desember 2007 20:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöðurnar úr Pisa könnuninni eru hraklegar fyrir íslenska menntakerfið. Það dregst stöðugt aftur úr.

Hvað er til ráða?

Það þarf betur menntaða kennara. Þá ekki bara í uppeldis- og kennslufræðum, heldur fyrst og fremst í fögunum sem þeir kenna – íslensku, stærðfræði, náttúrufræði, tungumálum.

Námið í Kennaraháskólanum virðist núorðið mestanpart snúast um uppeldisfræði.

Ég er ekki viss um að ráðið sé að lengja nám í Kennaraháskólanum. Mætti ekki fremur raða því saman upp á nýtt, minnka kennsluna í uppeldis- og menntunarfræðun, auka áhersluna á hinar eiginlegu námsgreinar sem börnum er ætlað að læra.

Það er ekki víst að blandaðir bekkir séu besta leiðin. Maður heyrir mikið um bekki sem er haldið í gíslingu af óstýrilátum nemendum eða nemendum sem geta ekki lært. Jöfnuður er falleg hugsjón, en það þýðir ekki að hafa skólana þannig að þeir sem geta lært fái ekki tækfæri til þess.

Það þarf sjálfsagt að hækka laun kennara. En það þarf líka meiri samkeppni í skólakerfið, samkeppni um kennsluaðferðir, um góða kennara, meira frelsi. Kennarasambandið virðist alltof upptekið af meðalmennskunni.

Það þarf sjálfsagt meiri aga. Skólarnir eiga ekki að forðast það sem er erfitt. Námsefnið þarf að vera krefjandi. Maður heyrir alltof mikið um tímasóun í kerfinu. Það er ljótt að eyða tíma barna í ekki neitt.

Ég hef heldur ekki heyrt sérlega góð rök fyrir því að leggja niður próf.

Það þarf að leggja meiri áherslu á raungreinar. Ísland sárvantar fleira fólk sem hefur menntun í raunvísindum. Þetta er reyndar vandamál á öðrum skólastigum líka. Í háskólunum hefur straumurinn allur legið í viðskiptanám; meðan hafa raunvísindin setið á hakanum. Það er vont upp á framtíð þessarar þjóðar að gera.

Heimilin þurfa líka að gera eitthvað. Eitt ráðið gæti verið að fjarlægja sjónvörpin úr barnaherbergjunum og draga úr hinu óstjórnlega tölvuleikjafári sem öðru fremur veldur athyglisbresti hjá börnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Ásgeir Jónsson eins og Neró – skítt með brunann

Orðið á götunni: Ásgeir Jónsson eins og Neró – skítt með brunann
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn