Þýska orðið Schadenfreude er alþjóðlegt heiti yfir það sem á íslensku er nefnt Þórðargleði.
Þetta þýðir gleðjast yfir óförum annarra.
Ég fór á Google. Þar birtast 272 þúsund færslur þegar orðin Iraq og Schadenfreude eru slegin inn í leitarvélina.
Ég er semsé ekki beinlínis sá fyrsti sem hefur talað um Þórðargleði andstæðinga Írakstríðsins.
Er líklegt að þeir gleðjist ef Bandaríkjamönnum tækist þrátt fyrir allt að koma á friði og jafnvel lýðræði í landinu? Eða finnst þeim ekki fínt að heimsveldið fái útreið í Írak – jafnvel þótt það kosti mannslíf?
Í þessu sambandi finnst mér alltaf spaugilegt að stjórnmálaflokkur sem lengi hafði verið bannaður undir ógnarstjórn Saddams Hussein var leyfður eftir innrás Bandaríkjanna:
Það var kommúnistaflokkurinn.
En á sama tíma hafa ýmsir andstæðingar Bandaríkjanna á vinstri vængnum viljað taka málstað íslamista.
Allt er betra en Bandaríkin, líka öfl sem sannarlega eru rammfasísk.
(Hér er grein úr Times um batnandi ástand í Írak og fjölda flóttamanna sem er að snúa heim.)