Rússar eru í óða önn að kjósa yfir sig einræði meðan Vesturlönd horfa ráðþrota á. Flokki Pútíns forseta er spáð allt að sextíu prósentum atkvæða í kosningum á sunnudaginn. Þessu er haldið fram í fjölmiðlum sem þjóna stjórninni – sem er hérumbil allir fjölmiðlar í landinu. Þessari tölu skal náð með víðtæku kosningasvindli.
Einu sinni KGB, alltaf KGB.
Næst stærsti flokkurinn í kosningunum verður að líkindum gamli kommúnistaflokkurinn undir stjórn Gennadis Zjuganovs Þriðji stærstur flokkur pópúlistans Vladimirs Zhirinovskijs sem eitt sinn stakk upp á því að Íslandi yrði breytt í fanganýlendu.
Lýðræðisflokkar eins og við þekkjum þá komast varla á blað. Kasparov er stungið í fangelsi þegar hann birtist úti á götu.
Þær eru skuggalegar horfurnar hjá risanum í austri en vestrið þorir ekki að kalla hlutina sínum réttu nöfnum af ótta við að styggja júdókappann.