fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Eyjan

Eftir fund með blaðamönnum

Egill Helgason
Þriðjudaginn 6. nóvember 2007 21:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég var á fundi hjá Blaðamannafélaginu í gær. Hann var ekki sérlega skemmtilegur. Margt af því sem þarna var sagt flokkast varla undir annað en tuð og var skelfing sjálfhverft. Til dæmis er frekar erfitt að hlusta á meðlim íslenska fræðasamfélagsins saka blaðamannastéttina um hugleysi.

Ég held nefnilega að hugleysið sé meira í fræðasamfélaginu. Þeir eru fáir fræðimennirnir eða háskólaborgararnir sem þora að tjá sig eitthvað að ráði um þjóðfélagsmál. Við höfum nokkrar ágætar undantekningar, en alltof fáar. Af einhverju leyti held ég að þetta stafi af ótta háskólamanna við að missa spón úr aski sínum; vera útilokaðir frá stöðum, styrkjum eða nefndarsetum.

Svo var talað um menntun blaðamanna. Nauðsynina á því að þeir séu háskólamenntaðir. Ég sagði að það mætti ekki eyðileggja fyrir okkur þetta síðasta athvarf „próflausra aumingja“.

Blaðamennskan hefur nefnilega alltaf verið ágætur staður fyrir þá sem droppa út úr skóla. Fyrir óhefðbundið fólk og uppreisnargjarnt. Það fær ekki vinnu í ráðuneytum en það getur plumað sig vel í blaðamennsku.

Ég get kastað fram nokkrum nöfnum eftir minni: Ómar Ragnarsson, Gunnar Smári Egilsson, Illugi Jökulsson, Hrafn Jökulsson, Reynir Traustason, Sigurjón Magnús Egilsson, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Logi Bergmann Eiðsson, Jóhannes Kr. Kristjánsson – og undirritaður.

Úbbs þetta eru bara karlar! Hvar eru konurnar? Kannski eru þær duglegri að mennta sig?

Tek svo fram að ég er almennt ekki að mæla með menntunarleysi.

Ég mæli reyndar ekki heldur með því að neinn gerist blaðamaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk