Ég verð að viðurkenna að ég hef ákveðna samúð með Pervez Musharraf. Held að hann sé í einu versta djobbi í heimi.
Hann stjórnar ríki sem var stofnað til með hatri og blóðsúthellingum, þar sem stjórnmálamenn hafa í gegnum tíðina verið teknir af lífi eða myrtir – ríki sem rambar á barmi hyldýpis, fullt af ofsatrúarmönnum sem þarf að hafa sæmilega góða en um leið með Bandaríkin andandi niður hálsmálið.
Ríki sem í þokkabót á kjarnorkuvopn.