fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Eyjan

Tónninn í Staksteinum

Egill Helgason
Mánudaginn 5. nóvember 2007 14:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Staksteinahöfundar hafa komið sér upp ákveðnum tóni. Kannski ekki yfirmáta kurteislegum. Stjórnmálamenn sem eru Staksteinum ekki þóknanlegir þá stundina eru ávarpaðir með þjósti:

„Hvað um það, Björn Ingi? Er það ekki, Dagur!? Hvernig er það, Svandís!?“

Myndum við einhvern tíma sjá Staksteina tala svona til formanna Sjálfstæðisflokksins:

„Er þetta í lagi, Davíð!? Hvað segirðu þá, Geir!?“

Ekki þar fyrir að Staksteinar eru frísklegt lesefni. En þeir fara í taugarnar á mörgum. Gamall stjörnublaðamaður af Mogganum, Björn Ingi Hrafnsson, gerir þá að umræðuefni í nýrri bloggfærslu á síðu sinni:

„Í Staksteinum blaðsins er fólki sagt hvernig það eigi að standa eða sitja, ella fái það yfir sig reiði blaðsins. Tilteknum er hampað, aðrir dregnir í svaðið. Ef einhver sem hampað hefur verið, fer út af sporinu að mati ritstjóra blaðsins, fær hann myndarlegt högg á hausinn.

Ég held að það geti ekki verið, að ég sé eini velunnari Morgunblaðsins sem líður illa vegna þessara skrifa. Þau eru langt fyrir neðan virðingu blaðsins og skynsemi venjulegs fólks. Svo einfalt er það. „

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk