Ekki sé ég eftir skattpeningum í heilbrigðismálin. Ég veit að þar vantar uppá.
En 409 milljónir í viðbót til Alþingis frá því sem gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi.
Þar af 99 milljónir til aðstoðarmanna fyrir þingmenn.
Það finnst mér vera óvirðing við þá sem borga – hina skattpíndu þjóð.
Má minna á að nú eru að fara í gang kjarasamningar þar sem strax er vælt um að þjóðfélagið standi ekki undir auknum kostnaði.
Er hægt að fullyrða að þetta sé enn eitt dæmið um að Alþingi sé úr tengslum við þjóðlífið?