Enska fótboltalandsliðið er yfirleitt rosalega lélegt, en það er samt leiðinlegt að hafa stórmót eins og Evrópukeppni án þess það sé með. Væntingarnar til enska landsliðsins eru alltaf svo útblásnar, lætin kringum liðið svo rosaleg – og vonbrigðin eftir því.
Þetta er alltaf sama sagan, keppni eftir keppni.
Eins og síðast ætla ég að fylgjast með keppninni í Grikklandi. Ég á samt ekki von á að Grikkir endurtaki leikinn og vinni Evrópkeppnina aftur. En það má alltaf vona. Sigurdagarnir í Grikklandi fyrir fjórum árum eru eitthvað besta partí sem ég hef lent í.
Annars eru Íslendingar svolítið eins og Tjallarnir. Alltaf svona vonglaðir. Héldu menn virkilega að myndi stíga fram glænýtt íslenskt landslið bara af því búið er að reka Jolla?
Nú munu Englendingar fara eins að og reka Steve McClaren. Ég sting upp á að þeir fái Guðjón Þórðarson til að taka við.