Það er spurning hvort ekki er eins hægt að láta veðurklúbbinn á Dalvík spá um hlutabréfamarkaðinn og hinar svokölluðu greiningardeildir bankanna.
Hér er ein greiningin, í þetta sinn frá Glitni, hún er aðeins eins og hálfsmánaðar gömul, en gerir ráð fyrir að úrvalsvísitalan hækki um 32 prósent á þessu ári.
Þetta er aðeins hófsamari spá en sú sem bankinn hafði áður sett fram, en þar var gert ráð fyrir 45 prósenta hækkun á árinu.
Er ekki alveg eins hægt að segja: Hókus pókus!