Það má kannski segja að þjóð sem hefur tíma til að velta svona málum fyrir sér þjáist ekki mikið.
Hún hefur það líklega mjög gott.
Annað sambærilegt mál sem fékk mikla umfjöllun var baráttan við að koma fána inn í þingsalinn.
Þegar þingmeirihlutinn er svona fjölmennur er hætt við að verði mikið af stjórnarþingmönnum sem hafa lítið fyrir stafni, vafra um Alþingi og vita kannski ekki hvað þeir eiga af sér að gera.
Og þá koma upp ýmsar svona kyndugar tillögur.
Annars er það mér algörlega að meinalausu að þessu verði breytt. Orðið ráðherra er ekkert sem þarf að halda í. Ég ætla ekki að koma með neinar tillögur um hvað þetta gæti heitið í staðinn, en ég er viss um að málið verður rætt gjörsamlega í þaula.