fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Eyjan

Skrítin byltingarfræði

Egill Helgason
Þriðjudaginn 20. nóvember 2007 08:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

greatleader.jpg

Í þessari grein er hrært saman slíkum grauti af skrítnum hugmyndum að maður verður hálf ringlaður. En niðurstaðan virðist vera sú að bolsévíkar hafi verið einhverjir helstu velgjörðarmenn mannkyns.

Að Bolsévíkar hafi verið reknir út í að koma á fót einræðiskerfi? Að samyrkjuvæðingin hafi verið menningarbylting til að hindra valdatöku skrifræðisstéttar? Að bolsévíkabyltingin hafi leitt til gríðarlegra framfara um allan heim? Að hún sé frelsistákn og vonarneisti?

Jú, kannski má segja að byltingin hafi verið eins og neikvæður spegill sem Vesturlönd gátu speglað sig í. En það er ekki þar með sagt að hún hafi sjálf verið jákvæð. Þess er til dæmis ekki getið í greininni að sósíaldemókratar höfnuðu byltingunni flestir frá upphafi. Það voru kratar sem stofnuðu velferðarkerfi norðursins sem gamlir kommar eru líka farnir að telja mestu fyrirmyndarríki á jörð.

Ef til vill var byltingin einhvers konar fordæmi í þriðja heiminum. En þar voru afleiðingarnar hvarvetna óstjórnlegar hörmungar og eymd: Þjóðarmorðin í Kambódíu, marxistastjórnin í Eþíópíu, Kúba og Norður-Kórea.

Jamm. En um að gera að lesa greinina, hún er kúríósum. Kannski grín. Ég elti því samt fyrir mér hvort ein ástæða þess að hægt sé að skrifa svona greinar sé hversu lítið er til af myndum af grimmdarverkum kommúnista – ef meira hefði verið fest á ljósmyndir eða kvikmyndir líkt og þegar nasistar áttu í hlut þætti kannski ekki viðeigandi að fjalla um efnið af slíkri léttúð.

Eða hvað ætli milljónirnar í fjöldagröfunum og gúlaginu myndu segja um frelsunaráhrif byltingarinnar?

camps3.jpg

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi