fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Eyjan

Nokkuð góðir fjölmiðlar

Egill Helgason
Föstudaginn 2. nóvember 2007 00:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

superman-ijpc.jpg

Fjölmiðlun á Íslandi er með ólíkindum fjörleg. Flesta morgna koma úr fimm dagblöð – Morgunblaðið, DV, Fréttablaðið, 24stundir, Viðskiptablaðið. Ljósvakafjölmiðlarnir halda úti þremur fréttastofum. Dagskrá Ríkisútvarpsins og Stöðvar 2 er áberandi öflug í vetur, mikið af góðu íslensku efni. Fyrir utan allar vefsíðurnar og tímaritin sem er haldið úti.

Stundum er allt í lagi að hafa smá perspektív á hlutina. Þetta er algjört met í 300 þúsund manna samfélagi.

Fjölmiðlarnir eru líka að standa sig nokkuð vel. Þeir hafa veitt stjórnvöldum og peningaöflunum nokkuð grimmt aðhald í helstu hitamálum haustsins: REI-málinu og nú í máli sem varðar samráð í matvöruverslunum. Menningarumfjöllun í fjölmiðlunum er líka ágæt; flestir sýna þeir nokkurn metnað á því sviði.

Nú er Blaðamannafélagið að halda ráðstefnu um fjölmiðla í tillefni af 110 ára afmæli félagsins. Mér sýnist uppleggið vera heldur neikvætt; í hópi fyrirlesara eru menn sem hafa alltaf haft horn í síðu blaðamennsku á Íslandi – sumpart út af einhvers konar snobbi.

Ég er ekki viss um nema þetta sé röng nálgun. Skyldi vera að blaðamennska á Íslandi hafi aldrei verið fjörugri – og að hugsanlega sé ástand fjölmiðlunar líka nokkuð gott á heimsvísu? Ég þekki núorðið best til í Grikklandi og Bretlandi – í báðum löndum er svakalega mikill kraftur í pressunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni