Ég er reyndar á því að íslenskan sé ekki í mikilli hættu. Hún hefur aldrei verið notuð jafnmikið og á jafnmargvíslegan hátt og núna.
Ég er ekki viss um að verðlaun Jónasar Hallgrímssonar hjálpi mikið. Þau eru yfirleitt veitt fólki sem er komið á grafarbakkann – með fullri virðingu.
Hér er listi yfir verðlaunahafana. Hvar er fólkið sem er að nota málið á skapandi hátt – núna á þessari stundu?