fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Eyjan

Þú ferð ekki með aurana í gröfina

Egill Helgason
Þriðjudaginn 13. nóvember 2007 00:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

38a.gif

You Can´t Take It With You er titillinn á frægri amerískri gamanmynd frá hinum klassíska tíma í Hollywood. Leikstjórinn var sjálfur Frank Capra.

Þú tekur ekki peningana með þér í gröfina er íslensk þýðing á nafni myndarinnar

Einhvern veginn svona hljóta ríkir menn að fara að hugsa þegar þeir hafa eignast svo mikla peninga að þeir gætu ekki eytt þeim þótt þeir myndu lifa í margar mannsævir.

Hvað á þá að gera?

Byggja hús, minnisvarða, setja peninga í vísindi, mannúðar- eða menningarmál eða láta afkomendurna um að hirða auðinn?

Frægir eru auðmennirnir sem settu mark sitt á borgir Ameríku, ekki síst New York, á hinum miklu veltiárum kapítalismans fyrir svona einni öld. Carnagie, Rockefeller, Morgan.

Á Íslandi eru nú í fyrsta sinn til auðmenn sem slá eitthvað upp í þessa stærðargráðu. Einhvern tíma hljóta þeir að hugsa til vísna úr Hávamálum – þar sem segir að örlæti sé betra en auðsöfnun og að góður orðstír deyi ekki.

Björgólfur hinn eldri virðist allavega hugsa svona. Nú er hugmyndin að hann leggi framlag í sjóð til að styrkja gerð leikins sjónvarpsefnis. Á móti leggur Ríkisútvarpið fram jafnháa upphæð.

Einhverjir virðast telja þetta ógn við íslenska menningu. Fréttablaðið kvartaði reyndar undan því að þetta væri ekki nema brotabrot af auðæfum Björgólfs – ef venjulegur launamaður ætti í hlut væri þetta ekki nema smáuppæð.

En ég fæ ekki annað séð en þetta sé hið besta mál. Betra en að reyna að fara með peningana í gröfina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni